„Mjög erfið helgi" hjá Camping

Harold Camping flettir í Biblíunni, sem hann byggði heimsendaspá sína …
Harold Camping flettir í Biblíunni, sem hann byggði heimsendaspá sína á. REUTERS

„Þetta var mjög erfið helgi," sagði Harold Camp­ing, pre­dik­ar­inn aldraði, þegar hann tjáði sig í fyrsta skipti um dóms­dags­spá sína sem ekki reynd­ist á rök­um reist.

Ekk­ert heyrðist né sást til Camp­ing fyrsta sól­ar­hring­inn en á sunnu­dags­kvöldi steig hann sprellif­andi en held­ur hnugg­inn út af heim­ili sínu í Kali­forn­íu þar sem marg­ir biðu viðbragða hans. 18 klukku­stund­um eft­ir að ljóst varð að Camp­ing og fylg­is­menn hans færu ekki til himna­rík­is að sinni lét pre­dik­ar­inn í sér heyra og sagðist orðlaus. „Ég er að leita að svör­um. Annað get ég ekki sagt," sagði Camp­ing.

Viðbrögð fylgj­enda Camp­ing hafa verið mis­jöfn, sum­ir eru æv­areiðir en aðrir segj­ast enn munu hlíða á pre­dik­an­ir hans af fullri al­vöru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert