Myndbandsupptaka sjónarvotts sem Reuters-fréttastofan hefur undir höndum sýnir liðsmenn öryggissveita sýrlensku stjórnarinnar berja liggjandi andstæðing Bashar al-Assad, forseta landsins, með bareflum. Fylgir sögunni að myndbandið hafi verið tekið á föstudag.
Á myndbandinu sést hvernig maðurinn er dreginn eftir jörðinni í blóði sínu.
Al-Assad forseti gerir lítið úr mótmælendum og segir þá handbendi erlendra afla sem vilji stuðla að óstöðugleika í landinu.
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa aðsetur í Bretlandi, segjast hafa nöfn 863 mótmælenda undir höndum sem fallið hafi í árásum síðan mótmæli blossuðu upp í landinu fyrir um 10 vikum.