Dominique Strauss Kahn er nú sagður í kappi við tímann við að finna nýjan dvalarstað í borg þar sem enginn virðist vilja hann eftir að hann var ákærður fyrir kynferðisofbeldi.
Íbúar fyrstu lúxusbyggingarinnar sem Strauss-Kahn hafði í huga sem ákjósanlegt stofufangelsi höfnuðu honum á föstudaginn var og hefur hann síðan dvalið í bráðabirgðahúsnæði á vegum öryggisfyrirtækisins sem ráðið var til að gæta hans. Staðurinn uppfyllir hinsvegar ekki öll skilyrði sem dómari setti og þarf hann því að finna íbúð þar sem hann getur verið þar til réttarhöldin hefjast í júní.
Í millitíðinni virðist Empire byggingin við Broadway þar sem Strauss-Kahn dvelur orðin nýjasta æðið meðal túrista í New York. Rauðir, tveggja hæða strætisvagnar sem fara sýnisferðir um borgina með ferðamenn taka nú á sig krók til að leiðsögumenn geti bent ferðamönnum á bygginguna þar sem fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins situr í stofufangelsi.
Aðrir íbúar eru ekki par hrifnir af athyglinni og hefur hússtjórnin heitið því að Strauss-Kahn verði farin þaðan út fyrir miðja vikuna.