Áfrýjunarbeiðni Khodorkovskí hafnað

Míkael Khodorkovskí situr í fangelsi a.m.k. til 2016.
Míkael Khodorkovskí situr í fangelsi a.m.k. til 2016. Reuters

Dómstóll í Moskvu staðfesti í dag fangelsisdóminn yfir Mikhail Khodorkovskí, fyrrum forstjóra olíurisans Júkos, en stytti þó dóminn úr 14 árum í 13

Khodorkovskí var sakfelldurí desember fyrir peningaþvætti og stórfelldan fjárdrátt. Sex árum var á bætt við fyrri fangelsisdóm hans og mun hann því að líkindum ekki sleppa úr fangelsi fyrr en í fyrsta lagi árið 2016. Hann sagði fyrir dómi að sakfelling hans væri „fáránleg".

Khodorkovskí var handtekinn árið 2003 ásamt viðskiptafélaga sínum Platon Lebedev og dæmdur árið 2005, upphaflega í 9 ára fangelsi. Fangelsun hans hefur verið gagnrýnd harðlega utan Rússlands, m.a. af mannréttindasamtökunum Amnesty International sem sögðu í dag að Khodorkovskí væri samviskufangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka