Bera fréttir um DNA-rannsóknir til baka

Húsið í New York þar sem Strauss-Kahn er í stofufangelsi.
Húsið í New York þar sem Strauss-Kahn er í stofufangelsi. Reuters

Lögreglan í New York bar í dag til baka fréttir um að DNA rannsóknir hefðu leitt í ljós að leifar af sæði Dominique Strauss-Kahn væri að finna á fötum herbergisþernu, sem hann er sakaður um að hafa reynt að nauðga. 

Lögreglan segir, að sérfræðingar hafi ekki enn veitt neinar upplýsingar um DNA-rannsóknir í tengslum við málið. Talsmaður saksóknaraembættisins í borginni sagði, að stjórnvöld myndu ekki birta neinar upplýsingar um rannsóknina fyrr en mál Strauss-Kahns kæmi fyrir rétt.

Margir bandarískir fjölmiðlar höfðu í gærkvöldi eftir heimildarmönnum, sem sagðir voru þekkja vel til rannsóknarinnar, að DNA frá Strauss-Kahn hefði fundist á skyrtu sem konan klæddist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert