Loftárásir á Tripoli

Orrustuflugvélar á vegum NATO gerðu fjölda loftárása á Tripoli, höfuðborg Líbíu, í nótt. Að sögn NATO voru gerðar árásir á bílageymslu stjórnarhersins en stjórn Múammars Gaddafis, leiðtoga landsins, segja að sprengjum hafi verið varpað á herskála og þrír hafi látist.

Talsmaður Líbíustjórnar segir, að herbúðirnar hafi verið mannlausar en þrír óbreyttir borgarar hafi látist og 150 særst í húsum í nágrenninum.  

Blaðamaður AFP segir, að loftárásirnar hafi staðið yfir í um hálfa klukkustund og miklar sprengingar kváðu við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert