Ryanair „neytt“ til að aflýsa flugi

Vélar Ryanair á Edinborgarflugvelli
Vélar Ryanair á Edinborgarflugvelli Reuters

Ryanair hefur nú aflýst öllu flugi til og frá skoskum flugvöllum í dag þrátt fyrir að framkvæmdastjóri flugfélagsins hafi fullyrt fyrir í dag að það væri „engin aska" í loftinu eftir tilraunaflug í morgun.

Flugvél Ryanair flaug í gegnum skoska loftrýmið í morgun og gagnrýndi Michael O'Leary flugmálayfirvöld harðlega í kjölfarið fyrir að gera of mikið úr hættunni frá eldgosinu, en yfir 200 flugferðum um Skotland hefur verið aflýst. Sky News hefur eftir O´leary að ákvörðun yfirvalda sé „kjaftæði“. „Þetta er fullkomlega öruggt. Það er ekkert þarna uppi.“

Í yfirlýsingu sem Ryanair sendi frá sér fyrir stuttu segir þó að félagið hafi „neyðst til þess" að aflýsa öllu flugi til og frá skoskum flugvöllum það sem eftir er dagsins. „Þrátt fyrir að Prestwick flugvöllur í Glasgow og flugvellir Edinborgar séu utan rauða svæðisins samkvæmt nýjustu öskuspám þá hafa bresk flugmálayfirvöld ákveðið að þessar spár séu rangar og loka loftrýminu. Ryanair biðst innilega afsökunar á því sem við teljum vera ónauðsynlegar aflýsingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert