Þvinguð ritskoðun á The Economist

Svona leit kortið af Kashmir héraði út eins og The …
Svona leit kortið af Kashmir héraði út eins og The Economist birti það. Ljósmynd/The Economist

Tímaritið The Economist sakar indversk yfirvöld um að þvinga fram ritskoðun, eftir að þau kröfðu blaðið um að hylja landakort sem birtist í nýjasta tölublaðinu. Indverjar segja að kortið, sem sýnir hið umdeilda svæði Kasmír, sé rangt vegna þess að á því er héraðinu skipt í þrennt milli Pakistan, Indlands og Kína.

Bæði Indverjar og Pakistanar gera tilkall til Kasmír héraðs í heild, en það hefur verið þvískipt frá árinu 1948 og hafa deilur um það komið af stað tveimur stríðum milli nágrannaríkjanna. Tæplega 30.000 eintökum af The Economist er nú dreift um Indland með auðum, hvítum límmiða yfir blaðsíðunni þar sem áður var kort af Kasmír.

Kortið var myndskreyting með umfjöllun blaðsins um landamærin milli Indlands og Pakistan, sem blaðið segir "þau hættulegustu í heimi". Indversk yfirvöld þvinguðu ritstjórn blaðsins til að hylja kortið þar sem Kasmír er ekki sýnt sem alfarið indverskt. Ritstjórn The Economist segist hinsvegar aðeins hafa sýnt ástandið eins og það raunverulega er og það hljóti indverskir lesendur að þola.

BBC segir að indversk yfirvöld ráðist reglulega á alþjóðlega fjölmiðla fyrir að hlýta ekki kröfum Indlands í umfjöllun um ástandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert