Fáir Svisslendingar vilja í ESB

Svissneski fáninn.
Svissneski fáninn. Reuters

Ein­ung­is 19% Sviss­lend­inga vilja ganga í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar þar í landi, en stuðning­ur við aðild að sam­band­inu hef­ur dreg­ist veru­lega sam­an und­an­far­inn ára­tug. Á síðasta ári vildi tæp­ur þriðjung­ur ganga í ESB.

Á hinn bóg­inn sögðust 77% sviss­neskra kjós­enda vilja sjá nán­ari efna­hags­sam­vinnu við ESB sam­kvæmt könn­un­inni sem gerð var á veg­um Tækni­stofn­un­ar Sviss.

Þá er stuðning­ur við hlut­leys­is­stefnu Sviss enn mjög mik­ill eða 94%. Um 84% töldu framtíð lands­ins bjarta, sem er aukn­ing um 15% frá síðasta ári, og 90% sögðust telja að Sviss væri ör­uggt land.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka