Sannir Finnar stærstir

Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, fagnar fyrstu tölum í finnsku …
Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, fagnar fyrstu tölum í finnsku þingkosningunum í apríl. Reuters

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups í Finnlandi er stjórnmálaflokkurinn Sannir Finnar nú stærsti flokkurinn þar í landi með rúmlega 21% fylgi. Sannir Finnar stórjuku fylgi sitt í þingkosningunum í Finnlandi í síðasta mánuði og enduðu sem þriðji stærsti flokkur landsins með um 19% fylgi.

Búist var við því að Sannir Finnar myndu taka þátt í nýrri ríkisstjórn í Finnlandi en af því varð hins vegar ekki þar sem flokkurinn hélt fast við kosningaloforð sitt að Finnar tækju ekki þátt í því að lána háar fjárhæðir til Grikkja sem átt hafa í miklum efnahagserfiðleikum.

Sannir Finnar hafa meðal annars talað fyrir því að innflytjendalöggjöf Finnlands yrði hert verulega og verið gagnrýnir á aðild landsins að Evrópusambandinu.

Stjórnarmyndunarviðræður standa enn yfir í Finnlandi og er búist við að mynduð verði fjölflokka stjórn í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert