Segjast hafa nýjar upplýsingar um þernuna

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn Reuters

Lögfræðingar Dominique Strauss-Kahn tókust harkalega á við saksóknara í dag, en þeir vilja fá að leggja fram upplýsingar í réttarsal sem þeir segja að dragi verulega úr trúverðugleika konunnar sem ásakað hefur Strauss-Kahn um nauðgun.

Réttarhöldin yfir Strauss-Kahn eiga að hefjast 6. júní, en búist er við að hann muni þá lýsta formlega yfir sakleysi. Strauss-Kahn er sakaður um að hafa nauðgað 32 ára herbergisþernu á hóteli í New York.

Lögfræðingar Strauss-Kahn hafa í bréfi til dómsmálaráðherrans í fylkinu kvartað undan því að saksóknari hafi lekið upplýsingum um málið til fjölmiðla. Í bréfinu kemur einnig fram að þeir vilji leggja fram upplýsingar sem dragi úr trúverðugleika kærunnar og úr trúverðugleika konunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert