Vilja að ESB-umsókn verði hraðað

Boris Tadic, forseti Serbíu.
Boris Tadic, forseti Serbíu. Reuters

Serbnesk stjórn­völd vilja að um­sókn þeirra um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu verði tek­in fyr­ir af sam­band­inu í kjöl­far þess að fyrr­um hers­höfðingi Bosn­íu-Serba, Rat­ko Mla­dic, var hand­tek­inn í vik­unni vegna stríðsglæpa í Bosn­íu-stríðinu í lok síðustu ald­ar.

For­seti Serbíu, Bor­is Tadic, sagði enn­frem­ur að áhersl­an væri nú á að hafa hend­ur í hári for­vera síns í embætti for­seta Gor­an Hadzic, síðasta eft­ir­lýsta stríðsglæpa­manns­ins í röðum Serba úr stríðinu. Þá væri ætl­un­in að efla bar­áttu gegn glæp­um og spill­ingu í land­inu.

„Í kjöl­far hand­töku Mla­dics er ég sann­færður um að okk­ur muni tak­ast að ná Gor­an Hadzic og þá mun­um við einnig geta beitt okk­ur í aukn­um mæli gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi,“ sagði Tadic.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert