Upplýsingar, sem fengist hafa úr flugritum farþegavélar Air France, sýna að 3½ mínúta leið frá því flugvélin tók að hrapa og þar til hún skall á Atlantshafinu sumarið 2009.
Einnig hefur verið leitt í ljós, að mælar í flugstjórnarklefanum sýndu mismunandi flughraða áður en flugvélin fórst með 228 manns innanborðs. Vélin var á leið frá Brasilíu til Frakklands.
Einnig hefur komið í ljós, að flugstjórinn var ekki í stjórnklefanum þegar neyðarástandið hófst.