Írar vilja aðgerðir gegn Íslandi

„Ég hef þrýst á fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að grípa til harðra aðgerða og þar með talið mögu­leik­ans á viðskiptaþving­un­um gegn báðum þess­um aðilum,“ sagði Simon Co­veney, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra Írlands, á aðal­fundi Sam­taka írskra fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda um mar­kríl­deilu Íslend­inga og Fær­ey­inga við ESB.

Co­veney sagði að fram­ganga stjórn­valda á Íslandi og í Fær­eyj­um til þessa væru lík­leg­ar til Þess að valda var­an­leg­um skaða á mak­ríl­stofn­in­um í Norður-Atlants­hafi en stofn­inn væri mjög mik­il­væg­ur fyr­ir hags­muni írskra út­gerða, sjó­manna og sjáv­ar­byggða.

Sagðist ráðherr­ann ætla að halda áfram að vinna með aðilum inn­an ESB og yf­ir­manni sjáv­ar­út­vegs­mála í fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins, Maríu Dam­anaki, með það að mark­miði að ná fram ásætt­an­legri niður­stöðu í deil­unni.

Áður hafa stjórn­völd í Skotlandi og ein­stak­ir stjórn­mála­menn haft uppi stór orð um þá ákvörðun ís­lenskra og fær­eyskra stjórn­valda að gefa út ein­hliða mar­kríl­kvóta í lög­sög­um sín­um þar sem ekki hafa nást samn­ing­ar um veiðar úr stofn­in­um við ESB og Norðmenn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert