10 látnir af völdum E.coli sýkingar í Þýskalandi

Agúrkur á markaði í Berlín.
Agúrkur á markaði í Berlín. Reuters

Að minnsta kosti 10 hafa látist í Þýskalandi eftir að hafa borðað agúrkur sem voru mengaðar af E.coli bakteríum. Talið er að agúrkurnar hafi verið fluttar til landsins frá Spáni.

Flest tilfellin hafa komið upp í og í nágrenni við Hamborg.

Talið er að fleiri hundruð manns hafi sýkst af hemolytic-uremic syndrome (HUS), sem getur leitt til nýrnabilunar og fækkunar á blóðflögum, sem geti leitt til blæðinga.

Yfirvöld í Tékklandi telja að mögulegt að agúrkurnar hafi einnig verið fluttar inn til landsins, einnig til Austurríkis, Ungverjalands og Lúxemborgar.

Sýni með E.coli bakteríum.
Sýni með E.coli bakteríum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert