Varðturnar Gaddfis felldir

Uppreisnarmenn standa ofan á herþotu stjórnarhersins í Líbíu sem eyðilagðist …
Uppreisnarmenn standa ofan á herþotu stjórnarhersins í Líbíu sem eyðilagðist í loftárás NATO. Reuters

Varðturn­ar sem eru við vígi Múamm­ars Gaddafis í Trípólí, höfuðborg Líb­íu, gjör­eyðilögðust í loft­árás NATO herþotna í dag. Þetta seg­ir talsmaður banda­lags­ins.

Árás­in var gerð að degi til sem þykir held­ur óvenju­legt. Er það til marks um að Vest­ur­veld­in séu að setja enn meiri þrýst­ing á Gaddafi og neyða hann til að segja af sér.

Her­for­ing­inn John Lori­mer, talsmaður breska hers­ins í land­inu, seg­ir að breska Typ­hoon herþotur hafi skotið eld­flaug­um sem eru með ná­kvæm­um miðun­ar­búnaði á turn­ana, sem eru við Bab al-Aziziyah bygg­ing­una þar sem Gaddafi held­ur til.

Lori­mer seg­ir að með árás­inni hafi NATO sent sterk skila­boð til rík­is­stjórn­ar Líb­íu og þeirra sem hafi ráðist á óbreytta borg­ara í land­inu, um að þeir geti ekki enda­laust falið sig á bak við virk­is­veggi.

Lori­mer bend­ir jafn­framt á að vígi Gaddafis sé ekki aðeins heim­ili hans held­ur einnig stór her­stöð. Þar slái hjarta líb­ísku leyniþjón­ust­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka