Til átaka kom milli lögreglu og stuðningsmanna knattspyrnuliðs Barselóna í Barselóna-borg í nótt. Stuðningsmennirnir voru víst einum of ákafir í fagnaðarlátum vegna 3-1 sigurs Barselóna gegn Manchester United í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu í gær.
Fjöldi fólks safnaðist saman á götum Barselóna í kjölfar sigursins. Vandræði hófust þegar mótmælendur sem höfðu safnast saman á Katalóníu-torgi til að mótmæla lélegu efnahagsástandi landsins meinuðu stuðningsmönnum Barselóna að koma inn á torgið.