Börðu stúlku þar til hún missti meðvitund

Frá Malmö.
Frá Malmö.

Fimm sænskar unglingsstúlkur eru yfirheyrðar í gær í tengslum við grófa líkamsárás á 14 ára stúlku í borginni Malmö. Var stúlkan barin ítrekað þar til hún missti meðvitund. Árásin átti sér stað síðastliðinn föstudag.

Ráðist var á stúlkuna í anddyri Dammfri grunnskólans og náðu öryggismyndavélar myndum af árásinni. Lögreglan átti því frekar auðvelt með að bera kennsl á þá sem stóðu að henni.

Starfsmenn skólans hringdu á sjúkrabíl og var stúlkan flutt á sjúkrahús. Reyndust meiðsli hennar merkilega lítil miðað við meðferðina.

Ekki liggur fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Málið er til meðferðar hjá félagsmálayfirvöldum í Malmö þar sem allar stúlkurnar sem tóku þátt í árásinni eru undir 15 ára aldri sem er sakhæfisaldurinn í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka