Hóta að Grikkir fái ekki næstu lánafyrirgreiðslu

Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála í framkvæmdastjórn ESB.
Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála í framkvæmdastjórn ESB. Reuters

Evrópusambandið mun líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn koma í veg fyrir að Grikkir fái umsamda fjárhagsaðstoð í júní upp á 12 milljarða evra nema grísk stjórnvöld grípi til frekari aðgerða til þess að koma ríkisfjármálum sínum í lag. Þetta sagði Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn sambandsins, í dag. Sagði hann að ástandið á Grikklandi væri mjög alvarlegt.

Forystumönnum Grikklands tókst ekki að ná fram breiðri samstöðu á milli grískra stjórnmálaflokka um þær aðgerðir sem ESB og AGS fara fram á að verði farið í til þess að ná niður kostnaði gríska ríkisins. Einkum í gegnum niðurskurð og sölu ríkiseigna, en breið samtaða er ein af forsendum frekar fjárhagsaðstoðar. Reglur AGS kveða á um að óheimilt sé að lána ríkjum nema þau geti sýnt fram á að geti með lánafyrirgreiðslunni haldið sér á floti fjárhagslega næstu 12 mánuðina.

ESB mun nú í samstarfi við AGS fara yfir stöðu efnahagsmála Grikklands og hvernig haldið hefur verið á ríkisfjármálum landsins og er gert ráð fyrir að niðurstaða þess verði síður en svo góð. Meðal annars muni koma í ljós að grísk stjórnvöld hafi ekki tekist að koma á því aðhaldi í fjármálum hins opinbera sem þau hafi heitið að gera á síðasta ári gegn því að fá aðstoð þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka