Mladic segist ekki hafa skipulagt fjöldamorð

Darko Mladic, Bosiljka móðir hans og Biljana eiginkona hans, heimsækja …
Darko Mladic, Bosiljka móðir hans og Biljana eiginkona hans, heimsækja Ratko Mladic í fangelsi Í Belgrad.

Son­ur Rat­ko Mla­dics, fyrr­ver­andi her­stjóra Bosn­íu-Serba, hef­ur eft­ir föður sín­um að hann hafi ekki komið ná­lægt því að skipu­leggja fjölda­morð á músl­in­um í borg­inni Srebr­enica árið 1995.

„Hann sagði, að hann tengd­ist ekki með nein­um hætti því sem gerðist í Srebr­enica," sagði Dar­ko Mla­dic við blaðamenn eft­ir að hann hitti föður sinn í fanga­klefa í Belgrad í morg­un.

„Hann bjargaði svo mörg­um kon­um, börn­um og stríðsmönn­um. (...) Hann fyr­ir­skipaði að fyrst yrðu særðir, kon­ur og börn flutt á brott og síðan her­menn. Hann ber ekki ábyrgð á því sem gerðist án hans vitn­enskju."  

Stríðsglæpa­dóm­stóll Sam­einuðu þjóðanna í Haag hef­ur ákært Mla­dic fyr­ir þjóðarmorð, glæpi gegn mann­kyn­inu og stríðsglæpi en hann er m.a. sakaður um að hafa staðið fyr­ir því að 8000 múslim­ar voru myrt­ir í  Srebr­enica.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert