Tölvuþrjótar ráðast á hergagnaframleiðanda

Lockheed Martin framleiðir m.a. herþotur.
Lockheed Martin framleiðir m.a. herþotur. Reuters

Bandaríska fyrirtækið Lockheed Martin segist hafa orðið fyrri meirháttar árás tölvuþrjóta í síðustu viku. Fyrirtækið smíðar m.a. herþotur, herskip og dýran varnarbúnað sem er seldur á heimsvísu.

Talsmenn fyrirtækisins hafa ekki veitt miklar upplýsingar um málið. Það segir að starfsmenn sem sinni öryggismálum hafi orðið fljótt varir við árásina og þeir hafi brugðist hratt við. Þeir hafi tryggt að tölvuþrjótarnir hafi ekki komist yfir viðkvæm gögn. 

Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að það aðstoði við rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert