Voru þjálfaðir af Bretum

Frá mótmælum í Bahrain í mars síðastliðnum.
Frá mótmælum í Bahrain í mars síðastliðnum. Reuters

Her­menn frá Saudi-Ar­ab­íu, sem notaðir voru til þess að berja niður mót­mæli og kröf­ur um lýðræði í ná­granna­rík­inu Bahrain í mars síðastliðnum, voru þjálfaðir af Bret­um. Þetta kem­ur fram í frétt breska dag­blaðsins In­depend­ent í dag.

Breska varn­ar­málaráðuneytið staðfest­ir í frétt blaðsins að Bret­ar hafi haldið nám­skeið fyr­ir þjóðvarðlið Saudi-Ar­ab­íu í vopna­b­urði og ann­arri her­tækni auk þess til að mynda hvernig taka eigi á óeirðum.

Um 1.200 her­menn úr þjóðvarðliðinu voru send­ir til Bahrain til þess að berja niður mót­mæl­in þar en stjórn­völd í rík­inu hafa verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir mikla hörku sem beitt var í því skyni.

Ástæða þess að Bret­ar hafi komið að þjálf­un her­mann­anna er sú að sögn varn­ar­málaráðuneyt­is­ins að kon­ungs­fjöl­skyld­an í Saudi-Ar­ab­íu hafi ekki treyst því að her lands­ins myndi koma í veg fyr­ir upp­reisn gegn henni. Því hefði hún talið sig þurfa á sérþjálfuðum her­mönn­um sér til vernd­ar sem hún gæti treyst á.

Frétt In­depend­ent, sem byggð er á upp­lýs­ing­um sem feng­ust gefna upp á grund­velli breskra upp­lýs­ingalaga, kem­ur stuttu eft­ir að bresk­ir ráðamenn ásamt ráðamönn­um fleiri vest­rænna ríkja lýstu yfir stuðningi við mót­mæli í Miðaust­ur­lönd­um og Norður-Afr­íku þar sem kraf­ist væri lýðræðis.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert