Að minnsta kosti tuttugu óbreyttir borgarar létust í borginni Taez í suðurhluta Jemen í nótt þegar öryggissveitir jemensku lögreglunnar leystu upp mótmæli, sem hafa staðið þar yfir í fjóra mánuði.
Fólkið hefur haldið til á Frelsistorginu í Taez og krafist úrbóta í stjórnarfari landsins.
Í nótt hrakti lögregla landsins fólkið af torginu og naut við það aðstoðar hers landsins.