Zuma hitti Gaddafi

00:00
00:00

Jacob Zuma, for­seti Suður-Afr­íku, kom til Líb­íu í gær til að reyna að finna friðsam­lega lausn á átök­un­um þar í landi. Líb­íska sjón­varpið sýndi mynd­ir af Zuma og Múamm­ar Gaddafi, leiðtoga lands­ins, og eru það fyrstu mynd­irn­ar sem sést hafa af Gaddafi frá 11. maí.

Zuma sagði eft­ir fund­inn, að Gaddafi væri til­bú­inn til að fall­ast á til­lög­ur Afr­ík­u­sam­bands­ins en þær fela í sér að lýst verði yfir vopna­hléi, bæði af hálfu Líb­íu og NATO. Þá hafi Gaddafi lagt áherslu á, að líb­íska þjóðin fái að ákveða hvernig hún vill að mál­um sé skipað. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert