Fjórir handteknir eftir sjónvarpsþátt

Winterbourne View vistheimilið sem sjónvarpsþátturinn fjallaði um.
Winterbourne View vistheimilið sem sjónvarpsþátturinn fjallaði um.

Lögregla í Bristol á Englandi hefur handtekið fjóra forsvarsmenn meðferðarheimilis fyrir einhverfa og seinfæra í borginni eftir að breska ríkisútvarpið BBC sýndi sjónvarpsþátt í gærkvöldi sem sýndi starfsmenn heimilisins misþyrma vistmönnum. 

Fram kemur á vef BBC, að öllum fjórum hafi nú verið sleppt. Hins vegar hafi þrettán starfsmönnum verið sagt upp störfum í kjölfar þess að þátturinn var sýndur.   

Fréttamaður þáttarins Panorama dvaldi á heimilinu í dulargervi í fimm vikur og tók upp myndir. Þar sáust starfsmenn halda sjúklingum niðri, slá þá, draga þá alklædda inn í sturtur, ögra þeim og stríða.  

Meðferðarheimilið er í einkaeign en skattgreiðendur borga fyrir reksturinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert