Hart barist í Sanaa

Átök hafa verið í höfuðborginni Sanaa.
Átök hafa verið í höfuðborginni Sanaa. Reuters

Hart var barist í Sanaa, höfuðborg Jemens, í nótt. Læknar og embættismenn segja að a.m.k. 37 hafi fallið í átökunum sem hafa stigmagnast frá því vopnahlé fór út um þúfur.

Öryggisveitir landsins hafa barist við liðsmenn sem eru hliðshollir Sheikh Sadiq al-Ahmar, leiðtoga ættbálkabandalagsins.

Margir óttast að átökin muni leiða til borgarastyrjaldar.

Víða hafa brotist út átök eða fólk komið saman til að mótmæla í Jemen eftir að Ali Abdullah Saleh, forseti landsins, neitaði að víkja.

Sjónarvottar segja að harðir bardagar hafi geisað í höfuðborginni í nótt. Báðar hliðar saka hina um að hafa brotið gegn vopnahléinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert