Japanar vanmátu flóðbylgjuna

Enn er dæmt vatni og öðrum efnum á kjarnaofnana í …
Enn er dæmt vatni og öðrum efnum á kjarnaofnana í Fukushima. Reuters

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í morgun, að Japanar hafi vanmetið þá hættu, sem þarlendum kjarnorkuverum stafar af fljóðbylgjum. Stofnunin  bar hins vegar lof á viðbrögð japanskra stjórnvalda við náttúruhamförunum 11. mars og sögðu þau vera til fyrirmyndar.

Flóðbylgja, sem fylgdi í kjölfar gríðarmikils jarðskjálfta, skall meðal annars á kjarnorkuveri í Fukushima og olli mesta kjarnorkuslysi í heiminum í aldarfjórðung. Hafa geislavirk efni lekið út í jarðveginn, andrúmsloftið og sjóinn.  

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi 18 manna alþjóðlega sérfræðinganefnd til Japans til að rannsaka málið.  Nefndin hefur nú skilað frumskýrslu til japanskra stjórnvalda og segir, að hættan vegna flóðbylgju hafi verið vanmetin í nokkrum kjarnorkuverum. 

Þeir sem hanna og stjórna kjarnorkuverum ættu að taka þetta til athugunar og auka varnir gegn náttúruhamförum.   

Fjórtán metra há flóðbylgja skall á Fukushima kjarnorkuverinu og gerði kælikerfi fyrir kjarnaofnana óvirkt. Það leiddi til þess að ofnarnir bræddu úr sér. Hafa starfsmenn þurft að kæla ofnana með því að dæla á þá vatni síðan þetta gerðist.  

Bretinn Mike Weightman fór fyrir sendinefnd Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
Bretinn Mike Weightman fór fyrir sendinefnd Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert