Staðfestir glæpi gegn mannkyni

Rannsókn á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna leiðir líkur að því …
Rannsókn á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna leiðir líkur að því að Muammar hafi gerst sekur um glæpi gegn mannkyninu. Reuters

Ríkisstjórn Líbíu hefur staðið fyrir kerfisbundnum árásum á almenna borgara og gerst sek um bæði stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og var birt í dag.

Niðurstöðurnar þykja styrkja verulega ásakanir um að Gaddafi hafi gerst sekur um glæpi gegn mannkyni. 

Gaddafi, ofursti, hefur fyrirskipað verulega harkalegar aðgerðir gegn mótmælendum í landinu sem leitt hafa til fjölda dauðsfalla. Ríkisstjórn Líbíu er einnig sökuð um að takmarka aðgengi að spítulum og að stunda pyntingar.

Þar sem aðgerðirnar eru mjög umfangsmiklar, skipulagðar af stjórnvöldum og þar að auki beint gegn almennum borgurum flokkast þær undir glæpi gegn mannkyni samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna.

Andspyrnan lítið skárri

Niðurstöðurnar sýna jafnframt að andspyrnuhreyfingin í Líbíu hafi einnig framið stríðsglæpi og staðið fyrir mjög vafasömum aðgerðum sem höggvi nærri almennum borgurum.

Gróflega er áætlað að um 10 til 15 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum í Líbíu undanfarnar vikur. 

Rannsóknin var gerð undir stjórn hins egypska Cherif Bassiouni sem er fyrrverandi stríðsglæparannsakandi Sameinuðu þjóðanna. Meðal annarra rannsakenda voru jórdanski lögmaðurinn Asma Khader og Philippe Kirch sem er Kanadamaður og fyrrverandi forseti Alþjóða sakamáladómstólsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert