Tveir Grænfriðungar, sem klifruðu upp á olíuborpall við vesturströnd Grænlands um síðustu helgi voru handtenir í nótt. Mennirnir höfðust við í björgunarhylki sem þeir bundu við borpallinn.
Morten
Nielsen, aðstoðarlögreglustjóri í Nuuk, segir að verið sé að flytja mennina til Nuuk og þar verði ákveðið hvort þeir verði ákærðir.
Um er að ræða tvo 25 ára gamla karlmenn, Bretann Luke Jones og Bandaríkjamanninn Hannah Mchardy. Þeir dvöldu í fjóra sólarhringa í björgunarhylkinu, sem hékk neðan úr borpallinum.
Grænfriðungar hafa lýst mikilli andstöðu við áform skoska olíufélagsins Cairn Energy að leita að olíu og gasi við vesturströnd Grænlands.