Leiðtogar heimsins í Róm

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, býður Ban Ki-moon, aðalritara SÞ, velkominn …
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, býður Ban Ki-moon, aðalritara SÞ, velkominn til Rómar. Reuters

Miðborg Rómar var lokað í morgun, þegar leiðtogar heimsins söfnuðust þar saman til að fagna 65 afmæli ítalska lýðveldisins og 150 ára afmæli sameiningar landsins í eitt ríki. Ýmsir leiðtogar  munu nota tækifærið og funda um mikilvæg málefni.

Lýðveldið Ítalía var stofnað  þann 2. júní árið 1946 og þessi dagur er þjóðhátíðardagur Ítala.

Meðal þeirra 80 þjóða sem eiga fulltrúa við hátíðina eru Ísrael og Palestína, Joseph Biden, varaforseti Bandaríkjanna er viðstaddur auk Ban Ki Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun síðar í dag eiga viðræður við Biden og  Dmitry Medvedev, forseta Rússlands.

Leitt hefur verið líkum að því að óformlegur friðarfundur verði haldinn á milli  Shimon Peres, forseta Ísraels, Mahmud Abbas forseta Palestónu og Biden.

Peres segist tilbúinn til viðræðna við Abbas, en sagði að heimsókn hans væri liður í tilraunum Ísraela til að sannfæra Evrópuþjóðir um að leggjast gegn þeim áforum Palestínumanna að sækja um aðild sem sjálfstætt ríki að Sameinuðu þjóðunum í september.

Lofthelgin yfir Róm verður lokuð á meðan mikil flugsýning fer fram í tilefni dagsins. Einnig verður skrúðganga eftir Via dei Fori Imperiali, breiðgötu sem liggur að hringleikahúsinu Colosseum, þar sem sýnd verða ýmis tól og tæki frá liðnum árum sem tengjast hernaði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert