Nýtt afbrigði af E. coli

Paprikur rannsakaðar í Tékklandi.
Paprikur rannsakaðar í Tékklandi.

Alþjóða heil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) seg­ir, að af­brigðið af kólíg­erl­in­um, sem valdið hef­ur ban­væn­um sýk­ing­um í norður­hluta Evr­ópu að und­an­förnu, hafi aldrei greinst áður í sjúk­ling­um. 

Þetta skýri hvers vegna sýk­ing­in sé jafn hættu­leg og raun beri vitni.

AP frétta­stof­an hef­ur eft­ir Hilde Kru­se, sér­fræðingi í mat­væla­ör­yggi hjá WHO, að ýmis ein­kenni bakt­erí­unn­ar geri það að verk­um að hún sé meira smit­andi og fram­leiði meira eit­ur en þau af­brigði kólíg­erla sem finn­ast í þörm­um fólks.

Til þessa hafa yfir 1500 manns sýkst af völd­um bakt­erí­unn­ar, þar á meðal 470 sem hafa þróað með sér sjald­gæfa nýrna­bil­un. Þá hafa 18 látið lífið, 17 í Þýskalandi og einn í Svíþjóð.

Enn er ekki vitað hvar sýk­ing­in er upp­runn­in. Talið var fyrst að hana mætti rekja til spænskra ag­úrkna en rann­sókn­ir sýndu að svo var ekki.  Talið er þó ljóst, að fólk hafi sýkst eft­ir að hafa borðað hrátt græn­meti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert