Eineggja tvíburar létust sama dag

Tvíburarnir Julian og Adrian Riester.
Tvíburarnir Julian og Adrian Riester.

Eineggja tvíburar, Julian og Adrian Riester, sem fæddust með nokkurra sekúndna millibili fyrir 92 árum, létust báðir af völdum hjartaáfalls sl. miðvikudag á sama sjúkrahúsinu í St. Petersburg á Flórída. 

Bræðurnir voru báðir kaþólskir munkar og störfuðu í 65 ár í  St. Bonaventure háskólanum í New York. Þeir sinntu trésmíðum og garðyrkju og óku gestum til og frá flugvellinum. Árið 2008 fluttu þeir til St. Petersburg og dvöldu þar í klaustri. 

Bræðurnir fæddust 27. mars 1919. Þeir voru skírðir Jerome og Irving en tóku sér nöfn dýrlinga þegar þeir gerðust munkar. Þeir fengu ekki að gegna herþjónustu vegna þess að þeir stóðust ekki augnrannsókn. Annar sá illa á vinstra auga en hinn á hægra auga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert