ESB vill úrbætur á Wall Street

Michel Barnier gagnrýnir lélegt regluverk Bandaríkjanna er varðar bankakerfið. Þolinmæði …
Michel Barnier gagnrýnir lélegt regluverk Bandaríkjanna er varðar bankakerfið. Þolinmæði ESB sé á þrotum. Reuters

Evrópusambandið þrýstir nú á bandarísk stjórnvöld um umbætur í bankakerfinu vestan hafs. Michael Barnier, yfirmaður innri markaða í Evrópusambandinu, segir að þolinmæði Evrópusambandsins gagnvart Wall Street sé á enda. Núgildandi regluverk stefni bankakerfinu til glötunar. 

Barnier, sem nú er staddur í Washington, segir mikilvægt að auka samræmi milli regluverksins í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi dregið endurbætur á regluverki bankanna allt of lengi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert