Halda áfram að lána Grikkjum

Reuters

Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Evrópu hafa samþykkt að halda áfram að veita Grikkjum lán í tengslum við björgunarpakkann sem var samþykktur að veita grískum yfirvöldum. Líklegt þykir að næsta lánveiting verði afgreidd í júlí.

Undanfarnar fjórar vikur hafa fulltrúar ESB, AGS og seðlabankans fundað um málið. Þeir hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram að lána Grikkjum svo þeir geti staðið við skuldbindingar sínar. Þetta grundvallist á stefnu sem ætlað er að koma í veg fyrir að grískt efnahagslíf fari út af sporinu.

Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að viðræður muni halda áfram næstu vikurnar varðandi frekari útfærslur. Að þeim loknum og í kjölfar samþykkis framkvæmdastjórnar AGS og fjármálaráðherra evruríkjanna þá verði næsta lánveiting að öllum líkindum afgreidd í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert