Ratko Mladic, fyrrum yfirmaður hers Bosníu-Serba, sem situr nú fyrir svörum við stríðsglæpadómstólinn í Haag, segist vilja lesa yfir ákærurnar með lögmönnum sínum áður en hann svari þeim. Hann hefur mánuð til þess, en segir það of skamman tíma.
„Ég myndi vilja lesa yfir þessar andstyggilegu ásakanir með lögmönnum mínum,“ sagði Mladic í morgun.
Hann neitaði að svara því til hvort hann væri sekur eða saklaus.
Mladic á næst að koma fyrir dómstólinn 4. júlí næstkomandi. Hann segir það ekki vera nægan tíma til að kynna sér ásakanirnar.
„Ég þarf meira en mánuð til að kynnar mér þessi skelfilegu orð, sem ég hef aldrei heyrt áður,“ sagði hershöfðinginn fyrrverandi og sagðist þurfa frest til að svara ásökununum.
Muni hann ekki svara þeim þann 4. júlí, mun dómstóllinn segja hann saklausan fyrir hönd hans og í framhaldi af því verða réttarhöld.
„Ég var að verja fólkið mitt og landið mitt,“ sagði Mladic við dómstólinn.