Uppruninn í mataræði kvenna

Konur smakka á gúrku í Andalúsíu á Spáni. Fleiri konur …
Konur smakka á gúrku í Andalúsíu á Spáni. Fleiri konur hafa sýkst af kólígerli en karlmenn. Reuters

Uppruna kólígerilsins sem valdið hefur faraldri í Þýskalandi og víðar er mögulega að finna í þeirri tegund matar sem konur vilja frekar  en karlar. Þetta segir sérfræðingur hjá WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnuninni en fleiri konur virðast sýkjast af gerlinum heldur en karlmenn.

Um sjúkdóma og faraldra sem berast með matvælum segja sérfræðingar WHO að áhrifin geti verið misjöfn milli til dæmis karla og kvenna eða barna og fullorðinna. Það skiptir því máli hver borðar hvað.

Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa tilkynnt fleiri en 2.000 tilfelli af kólígerlasmiti. Þá hefur fólk látist af völdum sjúkdóma sem leiða af sýkingunni. Uppruni sýkingarinnar er enn ófundinn en talið hefur verið að bakterían berist með menguðu grænmeti. Nokkur ríki, þar á meðal Rússland, hafa vegna þessa bannað allan innflutning grænmetis frá ríkjum Evrópusambandsins.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin hvetur hins vegar ekki til viðskiptahindrana milli landa en ráðleggur fólki að gæta hreinlætis, til dæmis með handþvotti, þar sem sýkingar manna á milli eru ekki útilokaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert