Banvæn myndataka

Vøringsfossen í Hörðalandi í Noregi.
Vøringsfossen í Hörðalandi í Noregi.

61 árs gömul kona lést þegar hún féll í einn hæsta foss Noregs, Vøringsfossen, í Hörðalandi í gær. Eiginmaður hennar hafði beðið hana um að stilla sér upp fyrir framan fossinn svo hann gæti tekið mynd af henni. Konan hrasaði og féll aftur fyrir sig í fossinn og lést við fallið.

Þetta kemur fram á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten. Þar segir að hjónin hafi verið erlendir ferðamenn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt óhapp gerist á þessum slóðum, fyrir tveimur árum lést rússneskur ferðamaður við svipaðar aðstæður.

Huga á að öryggismálum við fossinn, en margoft hefur verið bent á að þau séu í slæmu ásigkomulagi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert