Kólígerlasýking kann að tengjast hátíð í Hamborg

Grænmeti í verslun í Hamborg.
Grænmeti í verslun í Hamborg. Reuters

Kólígerlasýking, sem dregið hefur 19 manns til dauða í Þýskalandi og Svíþjóð, kann að tengjast hátíð, sem haldin var í Hamborg í Þýskalandi 6.-8. maí.

Robert Koch stofnunin, sem hefur leitað að uppruna sýkingarinnar. Þýska tímaritið Focus segir, að stofnunin sé nú að rannsaka hafnarhátíð í Hamborg í byrjun maí, sem 1,5 milljónir manna sóttu.  Fyrsta tilfelli kólígerlasýkingar var skráð viku síðar á háskólasjúkrahúsi borgarinnar.

Lögregla rannsakar einnig hvort sýkingin kunni að hafa verið vísvitandi. Einnig er verið að rannsaka tvö veitingahús í Lübeck í Þýskalandi. 17 matargestir veiktust eftir að hafa snætt í öðru veitingahúsinu og 8 í hinu.   

Til þessa hafa vísindamenn ekki getað fundið nein tengsl milli sýkingarinnar og fersks grænmetis.

Heldur er að draga úr fjölda nýrra sýkinga en sérfræðingar segja, að um sé að ræða stærsta bakteríusýkingarfaraldur sem um geti á síðustu áratugum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert