Minnast mannréttindabrota í Kína

Mannréttindasamtök víða um heim minnast þess í dag að 22 ár eru frá átökunum á Torgi hins himneska friðar. Þá sendu kínversk stjórnvöld þungvopnaðar hersveitir gegn óbreyttum borgurum sem staðið höfðu fyrir mótmælum þar í landi í nokkrar vikur. 

Nú 22 árum síðar ber torgið engin merki um átökin og atburðirnir eru enn lítið ræddir í Kína. Í Taívan var mótmælanna þó minnst í dag með því að 1001 stól var raðað upp til minningar um pólitíska fanga í Kína. Sérstaklega var minningarathöfninni í dag ætlað að vekja athygli á máli listamannsins og mannréttindafrömuðarins Ai Weiei sem nýlega var handtekinn í Beijing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka