Haglél á stærð við golfkúlur

Haglél á stærð við golfkúlur féllu í suðurhluta Frakklands í dag með þeim afleiðingum að byggingar skemmdust og uppskera eyðilagðist.

Haglélin, sem  voru um þrír sentimetrar í þvermál, féllu fyrirvaralaust m.a. á bæina Cavaillon og Plan-d'Orgon í  Provence-Alpes-Cote d'Azur. Fram kemur á vef Sky sjónvarpsstöðvarinnar, að mjög heitt hafi verið í veðri þegar skyndilega fór að rigna og svart ský dró fyrir sólu. Úrkoman mældist 60 millimetrar á nokkrum mínútum. 

Einn bóndi sagði, að 25 tonn af melónum hefðu eyðilagst.  Þá skemmdust gróðurhús og fleiri byggingar.  


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert