Kólígerillinn er aðlagaður að mönnum

Talið er að E. coli sýkingu megi rekja til mengaðs …
Talið er að E. coli sýkingu megi rekja til mengaðs grænmetis.Þar af leiðandi hafa bændur í Evrópu orðið fyrir miklu tapi. Reuters

Hinn skæði kólí gerill sem undanfarið hefur leikið Evrópubúa grátt virðist frekar taka sé bólfestu í mönnum en dýrum. 

Þýski kólígerillinn, ef smá má segja, hefur enn ekki fundist í meltingarvegi búfjár. Það þykir benda til þess að gerillinn hafi ekki borist frá dýrum í menn. Gerillinn virðist vel aðlagaður að mönnum. Gerlarnir setjast að í meltingarvegi manna og gefa frá sér eitur sem kallast shiga-eyturefni.

Nú hafa 23 látið lífið af völdum gerilsins og fleiri en 2000 manns eru í einangrun. Einkennin eru frábrugðin hefðbundnum kólígerlasýkingum sem einkennast af niðurgangi.

Ekki hefur tekist að rekja uppruna gerilsins. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa þó varað fólk við að borða baunaspírur, tómata, salat og akúrkur. Sérstaklega hefur verið varað við grænmeeti frá Norður Þýskalandi.

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsríkja hittast í dag í Lúxemborg. Til stendur að ræða mögulega aðstoð til bænda sem orðið hafa fyrir miklu tapi vegna kólígerilsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert