Þúsundir flýja Líbýu

Börn að leik á yfirgefnum skriðdrega í Benghazi.
Börn að leik á yfirgefnum skriðdrega í Benghazi. Reuters

Um 6.850 manns flúðu vargöldina í Líbýu og yfir til Túnis á milli mánudags og þriðjudags að sögn varnarmálaráðuneytis í Túnis.

Stærsti hluti flóttamannanna voru Líbýumenn, eða um 6.011 talsins. Þeir lögðu á flótta undan hættu á auknu ofbeldi í kjölfar umfangsmikilla loftárása á Trípólí. 

„Sprengjurnar halda áfram að falla í Trípólí og hersveitir Gaddafis vakta hverfin í borginni og leita logandi ljósi að uppreisnarmönnum í felum,“  sagði einn flóttamannanna í samtali við AFP-fréttastofuna.

Að sögn talsmanna innanríkisráðuneytis Túnis hafa um 70.000 manns flúið Líbýu síðan uppreisnarmenn hófu baráttu sína gegn Gaddafi í febrúar síðastliðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert