Beitti Gaddafi nauðgunum sem vopni?

Múammar Gaddafi.
Múammar Gaddafi. MAX ROSSI

Luis Mor­eno-Ocampo, aðalsak­sókn­ari Alþjóðlega saka­mála­dóm­stóls­ins seg­ir að vís­bend­ing­ar séu um að Múamm­ar Gaddafi hafi fyr­ir­skipað nauðgan­ir á hundrað kvenna sem vopn í bar­átt­unni gegn upp­reisn­ar­mönn­um í Líb­íu. Seg­ir hann þetta nýja hlið á kúg­un ein­ræðis­herr­ans í land­inu.

Þá sagði Mor­eno-Ocampo að einnig væri verið að kanna hvort að liðsmönn­um ör­ygg­is­sveita Gaddafis hafi verið gef­in stinn­ing­ar­lyf á borð við Via­gra til þess að auka kyn­hvöt þeirra. Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir frá þessu nú í kvöld.

Stjórn­völd í Líb­íu hafa enn ekk­ert tjáð sig um þess­ar ásak­an­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert