Luis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að vísbendingar séu um að Múammar Gaddafi hafi fyrirskipað nauðganir á hundrað kvenna sem vopn í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í Líbíu. Segir hann þetta nýja hlið á kúgun einræðisherrans í landinu.
Þá sagði Moreno-Ocampo að einnig væri verið að kanna hvort að liðsmönnum öryggissveita Gaddafis hafi verið gefin stinningarlyf á borð við Viagra til þess að auka kynhvöt þeirra. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu nú í kvöld.
Stjórnvöld í Líbíu hafa enn ekkert tjáð sig um þessar ásakanir.