Segir kólígeril vera á undanhaldi

Daniel Bahr, heilbrigðisráðherra Þýskalands.
Daniel Bahr, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Reuter

Daniel Bahr, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina ARD í morgun að fjöldi smita af kólígerli í landinu færi minnkandi. „Það versta er að baki. Fjöldi nýrra smita fer lækkandi.“

24 hafa látið lífi af völdum kólígerlasmits og um 2.400 hafa smitast af gerlinum. Enn er ekki vitað hvaðan gerillinn á upptök sín og ný tilfelli greinast á degi hverjum. 94 tilfelli greindust í Þýskalandi í gær.

„Við getum ekki staðfest að veiran sé á undanhaldi en eftir greiningu á nýjustu gögnum höfum við ástæðu til að vera vongóð.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert