Nýtt kerfi IP-númera prófað

Nýtt kerfi IP-númera mun fljótlega taka við af núverandi kerfi.
Nýtt kerfi IP-númera mun fljótlega taka við af núverandi kerfi. mbl.is/Friðrik

Prófun nýs kerfis vistfanga fyrir Internetið var gerð í dag, víðs vegar um heiminn, en nýtt kerfi IP-númera mun fljótlega taka við af núverandi kerfi.

IP-númer, öðru nafni vistföng, eru auðkennisnúmer sem tölvur og önnur tæki nota til að tengjast Internetinu.

Hundruð fyrirtækja, stofnana og samtaka tóku þátt í „World IPv6 Day“ í dag, þar á meðal stóru Internetfyrirtækin Facebook, Google, Microsoft og Yahoo en IPv6 er hin nýja kynslóð IP-númera sem mun taka við af IPv4 kerfinu.

Ipv6 kerfið býður upp á fjórum milljarða fleiri vistföng heldur en eldra kerfið, Ipv4, en það er sagt vera meira en til er af sandkornum á jörðinni.

Flestir notendur Internetsins ættu ekki að verða varir við breytinguna sem fylgir nýja kerfinu en prófun þess stendur aðeins yfir í 24 klukkustundir. Talið var að einstök tölvukerfi myndu ekki geta notast við nýja kerfið og stórar vefsíður á borð við Google yrðu því hægvirkar.

Vefstjóri Facebook taldi að IPv6-dagurinn myndi veita tækni iðnaðinum innsýn í vandamál sem komið gætu upp í kerfinu, mögulegar lausnir á slíkum vandamálum og undirbúa móttöku nýs kerfis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert