Evrópuþingmenn neita að upplýsa um risnu

Frá Evrópuþinginu í Brussel.
Frá Evrópuþinginu í Brussel. FRANCOIS LENOIR

Þingmenn á Evrópuþinginu neita að birta skýrslu sem gerð var um víðtæka misnotkun á risnu og ýmsum kostnaði þeirra þrátt fyrir að dómstól Evrópusambandsins hafi kveðið upp úr um að það varði brýna almannahagsmuni að birta hana.

Skýrslan var skrifuð af yfirmanni innra eftirlits þingsins og frétti breska dagblaðið The Daily Telegraph fyrst af tilvist hennar árið 2008. Þrátt fyrir hneykslan almennings um alla Evrópu á misnotkun á dagpeningum sem Evrópuþingmennirnir fá greidda, hafa þeir barist hart gegn því að skýrslan verði gerð opinber.

Í rannsókninni sem lá að baki skýrslunni kom í ljós að greitt hafði verið fyrir ýmsan kostnað án þess að kvittunum væri framvísað. Nam upphæð greiðslna til þingmannanna 185 milljónum punda.

Lögfræðingar þingsins hafa haldið því fram að birting skýrslunnar gæti verið notuð til þess að brengla ákvarðanatöku í þinginu.

Frétt The Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert