Evrópuþingmenn neita að upplýsa um risnu

Frá Evrópuþinginu í Brussel.
Frá Evrópuþinginu í Brussel. FRANCOIS LENOIR

Þing­menn á Evr­ópuþing­inu neita að birta skýrslu sem gerð var um víðtæka mis­notk­un á risnu og ýms­um kostnaði þeirra þrátt fyr­ir að dóm­stól Evr­ópu­sam­bands­ins hafi kveðið upp úr um að það varði brýna al­manna­hags­muni að birta hana.

Skýrsl­an var skrifuð af yf­ir­manni innra eft­ir­lits þings­ins og frétti breska dag­blaðið The Daily Tel­egraph fyrst af til­vist henn­ar árið 2008. Þrátt fyr­ir hneyksl­an al­menn­ings um alla Evr­ópu á mis­notk­un á dag­pen­ing­um sem Evr­ópuþing­menn­irn­ir fá greidda, hafa þeir bar­ist hart gegn því að skýrsl­an verði gerð op­in­ber.

Í rann­sókn­inni sem lá að baki skýrsl­unni kom í ljós að greitt hafði verið fyr­ir ýms­an kostnað án þess að kvitt­un­um væri fram­vísað. Nam upp­hæð greiðslna til þing­mann­anna 185 millj­ón­um punda.

Lög­fræðing­ar þings­ins hafa haldið því fram að birt­ing skýrsl­unn­ar gæti verið notuð til þess að brengla ákv­arðana­töku í þing­inu.

Frétt The Tel­egraph.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert