Umhverfisvænt að fella úlfalda?

Talið er að um 1,2 milljónir úlfalda gangi nú lausir …
Talið er að um 1,2 milljónir úlfalda gangi nú lausir í óbyggðum Ástralíu, þar sem þeir hafa fengið að vera í friði í rúma öld. Reuters

Áströlsk stjórn­völd leggja til að það verði gert leyfi­legt að fella úlf­alda í því skyni að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Hvergi í heim­in­um eru fleiri villt­ir úlf­ald­ar en í Ástr­al­íu. Yf­ir­völd eru far­in að líta á þá sem um­hverf­isógn þar dýr­in losa mikið af me­tangasi þegar þau ropa.

Til­lag­an geng­ur út á það að leyfa skytt­um að fella dýr­in og í staðinn fá þeir kol­efn­is­heim­ild­ir (e. car­bon cred­its) sem þeir geta svo selt fyr­ir­tækj­um á heimsvísu, sem vilja fá aukna kol­efn­is­heim­ild­ir.

Talið er að hver og einn úlf­aldi losi um 45 kíló af me­tangasi á ári hverju. Það sam­svar­ar einu tonni af kolt­ví­sýr­ingi á ári, sem er um það bil einn sjötti þess sem banda­ríska um­hverf­is­vernd­ar­stofn­un­in seg­ir að meðal­bif­reið fram­leiði ár­lega.

Í næstu viku mun full­trúa­deild ástr­alska þings­ins greiða at­kvæði um frum­varp sem fjall­ar um að setja á lagg­irn­ar kerfi sem veit­ir kol­efn­is­heim­ild­ir í bar­átt­unni við los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Talið er að það verði samþykkt sem lög inn­an fárra vikna.

Í fram­hald­inu verður farið yfir það sem menn verði að gera til að fá slík­ar heim­ild­ir. Þar á meðal verður skoðað hvort úlf­ald­aráp heyri und­ir það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka