Filippus níræður

Filippus í Lundúnum í gær.
Filippus í Lundúnum í gær. Reuters

Filippus, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, er níræður í dag. Hann segir við breska ríkisútvarpið BBC, að hann ætli nú að draga úr opinberum skylduverkum sínum.

Filippus ætlar að vera í Buckinghamhöll í dag en hann er gestgjafi í samkvæmi fyrir bresku heyrnleysingjastofnunina sem fagnar aldarafmæli um þessar mundir. 

Konunglega breska myntsláttan hefur gefið út sérstakan 5 punda pening í tilefni af afmælinu. Verður peningurinn sleginn í silfri og gulli og einnig nokkur eintök í platínu sem kosta 5450 pund hvert.  

Elísabet drottning varð 85 ára í apríl. Á næsta ári verða 60 ár frá því hún tók við völdum í Bretlandi. Þau Filippus giftu sig árið 1947.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert