Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna blæðandi sárs. Hann afplánar 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og fjárdrátt á valdatíð sinni.
Hefur heilsu Fujimoris, sem er 72 ára gamall, hrakað undanfarið eftir fjölda aðgerða til að fjarlægja æxli sem reyndust góðkynja. Var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús frá fangelsinu þar sem hann er í haldi eftir að það byrjaði að blæða mikið úr sárum hans.