Vél flugfélagsins U.S. Airways sem brotlendi í Hudson-ánni í New York er komin á áfangastað, tveimur og hálfum árum eftir slysið. Kom vélin til Charlotte í Norður-Karólínu fylki þangað sem förinni var heitið þegar hún lenti í hópi gæsa með þeim afleiðingum að flugstjóri hennar brotlenti vélinni í ánni.
Flugmaðurinn, Chesley Sullenberger, sem varð þjóðhetja eftir að hafa bjargað farþegunum um borð með skjótum og yfirveguðum viðbrögðum sínum, og áhöfn vélarinnar verður viðstödd þar sem komu hennar verður fagnað.