Úr Hudson-á til Charlotte

Vél flugfélagsins U.S. Airways sem brotlendi í Hudson-ánni í New York er komin á áfangastað, tveimur og hálfum árum eftir slysið.  Kom vélin til Charlotte í Norður-Karólínu fylki þangað sem förinni var heitið þegar hún lenti í hópi gæsa með þeim afleiðingum að flugstjóri hennar brotlenti vélinni í ánni.

Flugmaðurinn, Chesley Sullenberger, sem varð þjóðhetja eftir að hafa bjargað farþegunum um borð með skjótum og yfirveguðum viðbrögðum sínum, og áhöfn vélarinnar verður viðstödd þar sem komu hennar verður fagnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert